Ernir og Jóhann
Kolvetni
Til eru tvær tegundir af kolvetnum, flókin kolvetni og einföld kolvetni. Flókin kolvetni eru stöðug orku uppspretta, þau meltast hægar og hækka þannig ekki blóðsykurinn jafn hratt og einföld kolvetni. Einföld kolvetni (t.d hvítt brauð og aðrar sykraðar vörur) leysa sykurinn hratt útí blóðið. Þetta veldur insúlín "spike" sem veldur því að líkaminn fer í hálfgerði hvíldarstöðu meltingarlega. Ávextir valda ekki miklu insúlín spikei, heldur stöðugri aukningu í blóðsykri. Mælt er með fyrir fólk með sykursýki að borða mataræði sem er ríkt af trefjum eins og t.d ávextir og grófkorna brauð. Kolvetni er mikilvægasta orkutegundin fyrir fólk sem stundar íþróttir. Flókin kolvetni eru oftast betri valkosturinn þegar það kemur að íþróttum vegna þess hvað það gefur orku í lengri tíma og hefur ekki neikvæð áhrif á insúlín. Einföld kolvetni eru mjög góður kostur í miðri æfingu eða eftir æfingu vegna þess að vöðvafrumurnar er lágar á "glycogeni" og einföld kolvetni hjálpa við að koma orku aftur í vöðvana.


